Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla 25.maí 2009 kl: 20:00 í sal skólans
Skýrsla formanns: Hörpu Birgisdóttur
Fundir foreldrafélags skólans hafa farið fram fyrsta mánudag hvers mánaðar, en fyrsti fundur var s.l. ágúst rétt um það leyti sem
skólastarf var að hefjast. Í stjórn foreldrafélagsins veturinn 2008 -2009 voru Harpa Birgisdóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Hulda
Sveinsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Gísli Einar Árnason, Kristín Sóley Björnsdóttir og Hrefna Högnadóttir.
Hér á eftir koma nokkrir punktar úr starfi vetrarins:
- Foreldrar fengu afhendan bæklingin “Handbók Foreldarafulltrúa bekkja” í viðtölum með umsjónarkennara í upphafi
skólaárs.
- Foreldrafélagið fékk aðstöðu undir gögnin sín í herbergi við kennarastofur.
- Fundað var með bekkjarfrulltrúm tvisvar sinnum yfir skólaárið.
- Fyrirlestur á vegum foreldrafélaganna. Kynning á kynfræðsluefninu “Forfallakennarinn” eftir Ásdísi Olsen og Karl Ágúst
Úlfsson sem hlaut síðar íslensku menntaverðlaunin Námsefnið er ætlað til kennslu í 9. bekk.
- Fyrirlestur SAFT um örugga tölvunotkun í boði allra foreldrafélaga í bænum.
- Foreldrafélag Brekkuskóla sendi skóladeild Akureyrabæjar erindi og biður um skápa fyrir unlingastig. Mikill burður á þungum
skólatöskum á unglingastigi. Skóladeild svaraði bréfinu og lofaði að huga að málinu..
- Veittir peningastyrkir: 10.bekkur fékk peningastyrk (20.000) fyrir að sjá um árlegt öskudagsball þar var selt vöfflukaffi sem styrkt var af
foreldrafélaginu, 7.bekkur styrktur í Reykjaferð 1000 kr/nem og Kiðagil 5.bekk 1000 kr/nem. 2 kúlusessur keyptar virka vel fyrir nemendur með ADHD.
- Umræður um foreldraröltið áttu sér stað á árinu; hverju það skili og ákveðið að fá forvarnarfulltrúa
Grétu í lið með okkur og ræða betur fyrirkomulag og framtíð.
- Styrkur að upphæð kr. 50. Þúsund, Aðalsteinn Bergdal fengin til að aðstoða 6.7.8. bekk við undirbúning
árshátíðar.
- Styrkjum skólann til tækjakaupa að hámarki 10-15% ef leitað verður til foreldrafélagsins.
- Skólaráð valið: Hermína Hermundardóttir og Finnur Friðriksson.
- Stjórnin samþykkti að foreldrafélagið styrki “Blátt áfram” fræðslu árlega og þá í 5.bekk, ekki
byrjað á þessu skólaári en vonandi byrjum við í haust.
- Ætlum að bera undir aðalfund tillögur að reglum og hvernig fjármunum sé best varið í þessu árferði sem við búum
nú við.
- Styrkjum rými fyrir nemendur (200 þúsund). Rýmið er hugsað fyrir unglingastig þar sem hægt verður að setjast í eyðum og slappa
af, þar geta foreldrar einnig hittst og spjallað, upplagt fyrir foreldra barna með sérþarfir að hittast og spjalla.