Haldinn í Brekkuskóla 19/09/2011 kl: 20:00
Mættir af stjórn: Magni R. Magnússon formaður (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Sigmundur Kr. Magnússon, gjaldkeri, Drífa
Þórarinsdóttir, ritari (DÞ), Agla María Jósepsdóttir (AMJ), Hafdís Bjarnadóttir, varaformaður (HB).
Fjarverandi: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS).
Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri mætti fyrir hönd stjórnenda Brekkuskóla. Auk hennar mættu 10
foreldrar barna í Brekkuskóla en nemendur erus 476 talsins, sem gerir innan við 1% mætingu foreldra í Brekkuskóla. Kristján Magnússon,
sálfræðingur, var gestafyrirlesari.
- Kristján Magnússon, sálfræðingur flutti erindi um samskipti foreldra og barna.
- Skýrsla stjórnar foreldrafélagsins flutt af MRM.
- Reikningar foreldrafélgsins lagðir fram af SKM. Þeir samþykktir.
- Tillaga að breytingu á Lögum foreldrafélagsins. Hún samþykkt.
- Kosning nýrrar stjórnar. Tveir aðilar ganga úr stjórn, DÞ og ÁJE. Nýjir aðilar sem gáfu kost á sér
í stjórn eru Þórunn Á Garðarsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Heiðrún Jóhannsdóttir,
Þórarinn Stefánsson, Johann Gunnarsson og Bergljót Þrastardóttir. Í stjórninni sitja þá 11 fulltrúar foreldra sem mun funda
einus inn í mánuði þetta skólaárið. Fundartími verður auglýstur síðar.
- Bergþóra Þórhallsdóttir flutti stutt erindi og óskaði að lokum eftir foreldrum í skólaráð. Drífa
Þórarinsdóttir bauð sig fram og einnig Þórarinn Stefánsson en hann mun verða tengiliður foreldrafélagsins og
skólaráðs.
Fleiri mál ekki rædd.
Fundargerð ritaðaði Drífa Þórarinsdóttir