11.11.2014
Mánudagur 6. október kl. 19.30 -20.30 Mætt á fundinn: Gísli E. Árnason, Þórarinn Stefánsson, Sigmundur Kr. Magnússon, Agla M.
Jósepsdóttir, Ragnheiður Halldósrdóttir, Bergljót Þrastardóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvaldur er nýr fulltrúi foreldra í stjórn foreldrafélagsins
Kjör í embætti: Bergljót, formaður, Hafdís, varaformaður??, Sigmundur, gjaldkeri og fulltrúi í skólaráði, Agla, ritari og
Gísli, fulltrúi í Samtaka Rætt um:
• Frábæra mætingu foreldra á aðalfund foreldrafélagsins í ár en 85 foreldrar mættu að þessu sinni
• Beiðni frá skólastjórnendum um fjármagn til að kaupa íþróttagalla eða boli sem nemendur skólans eru íá
skólamótum í íþróttum. Vel var tekið í beiðnina og samþykkt að skoða nánar
• Of háa tónlist á skólaböllum sérstaklega þegar yngstu börnin eru á skólaböllum á vegum unglinganna
• Nauðsyn þess að kaupa örbylgjuofn/a og vöfflujárn fyrir nemendur í hádegi og í matreiðslutímum
• Öryggi barna á leið í skólann, ljós á bílaplani, gangstétt fyrir framan íþróttahúsið við
Laugargötu og gæslu við gangbrautir
• Foreldrasáttmála Heimilis og skóla og nauðsyn þess að fá bekkjarfulltrúa úr hverjum bekk til að aðstoða við kynningu og
þá innleiðingu á slíkum sáttmála en sáttmálinn gefur tækifæri til að ræða uppeldismál í
foreldrahópunum