09.12.2014
Mánudagur 1. desember
Mætt: Sigmundur, Hafdís, Gísli, Ragnheiður, Bergljót og Bergþóra, aðstoðarskólastjóri Rætt um fræðslu um
netöryggi á komandi ári. Sérfræðingur frá Advania sér um fræðsluna án endurgjalds. Fræðslan verður í boði
fyrir foreldra allra nemenda í skólanum. Sú hugmynd kom frá Bergþóru að virkja nemendaráð skólans á þessu
fræðslufundi, fá nemendur til að segja frá sinni tölvunotkun, kostum og göllum ýmissa forrita eða appa sem eru
vinsæl meðal barna og unglinga.
Tilboð í íþróttatreyjur kynnt og ákveðið að ræða við íþróttakennara nánar um
fjölda, stærðir og útlit
Rætt um leikfimisaðstöðu í íþróttahöllinni, en kennarar fá ekki að nýta allt rýmið frekar en í fyrra þar
sem skólinn er ekki að greiða f. allt rýmið. Tekið fram að nemendur í Lundarskóla eru að nýta allt pláss á gólfi
KA-heimilis. Þetta verður skoðað fyrir næsta fund og haft samband við íþróttakennara vegna þessa.
Fulltrúi Heimilis og skóla er til í að koma með fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa um bekkjarsáttmálann sem ætlunin er að innleiða
í Brekkuskóla. Fulltrúar Heimilis og skóla eru á ferðinni í byrjun febrúar með fræðslu f. nemendur í 6. bekk og foreldra
þeirra um netnotkun og mögulegt að nýta þá ferð. Málið í skoðun. Tengt þessu er nýyfirstaðið skólaþing
í Brekkuskóla en skýrsla um þingið inniheldur upplýsingar sem mögulegt er að nýta í tengslum við foreldrafundi um
bekkjarsáttmála.