Þann 3. nóvember kl. 19:30 í Brekkuskóla.
Mætt á fundinn: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Hafdís Bjarnadóttir, Bergljót Þrastardóttir,
Ragnheiður Halldórsdóttir, Sigmundur Magnússon og Agla M. Jósepsdóttir.
Rætt um:
Beiðni um þátttöku í kaupum á tennisboltum undir stóla í matsal sem vörn gegn hávaða. Rætt var hvort ekki væri
rétt að prufa eitt borð til reynslu, þ.e.a.s. hvort boltarnir tolli á stólunum og eins varðandi óhreinindi. Þá var lagt til að
þessi mál verði skoðuð af fagmönnum.
Rætt var um fræðslu fyrir foreldra í netöryggismálum, hvort við getum fengið aðila til okkar með kennslu fyrir foreldra.
Að lokum var rætt um að fá bekkjarfulltrúa frá öllum bekkjum. Kennarar sendi þá út óskir um að fá fulltrúa.
Þá var rætt hvort við gætum fengið Heimili og skóla til að koma og kynna bekkjarsáttmálana fyrir fulltrúunum sem myndu svo kynna
þá fyrir foreldrum í sínum bekk.