Stjórnarfundur 2025

Foreldrafélag Brekkuskóla

13.janúar 2025, 20-21:15.

Mættar: Gígja og Hanna Kata

 

 

  1. Virkni stjórnar og mæting á fundi. Hefur farið minnkandi og þarf að bæta úr.
  2. Hlutverk stjórnarmanna. Verkaskipting/dreifing verkefna á milli stjórnarmanna, þarf að skýra. Lög foreldrafélagsins kveða á um tengilið í hverjum bekk, sem er ekki raunin. Þetta þarf að skoða, í samhengi við að auka virkni foreldrafélagsins og samstarf foreldra.
  3. Lög foreldrafélagsins. Hugmynd um þriggja manna vinnuhóp, sem rýni lögin og komi með tillögur að lagabreytingum sem þá verði lagðar fyrir aðalfund næsta haust.
  4. Birting fundargerða á vef Brekkuskóla. Eru sem stendur undir “fréttum” á síðu um foreldrafélag. Ekki gagnsætt, þyrfti að óska eftir breytingu á þeirri uppsetningu, mögulega í samræmi við fundargerðir skólaráðs, betra væri að hafa allar fundargerðir aðgengilegar í gegnum einn hlekk. HK skoði málið.
  5. Upphaf skólatíma – seinkun. Var rætt á aðalfundi. Hugmynd um að taka það mál áfram með þriggja manna vinnuhópi. Rætt var á aðalfundi að senda könnun til foreldra. Mætti í kjölfarið eiga samtal við stjórnendur skólans/skólaráð og Akureyrarbæjar.
  6. Símanotkun og samfélagsmiðlar. Símareglur virðast vera að ganga vel. Eftirfylgni foreldrafélags væri kostur, t.d. rætt um bekkjarsáttmála um snjallsímanotkun og samfélagsmiðla. Hugmynd um þriggja manna vinnuhóp.
  7. Næsti fundur. Verði haldinn mánudaginn 27. janúar, heima hjá Hönnu Kötu. Hugsaður sem aukafundur til að þétta hópinn, riðlar ekki skipulagi annarra funda.

Fundargerð ritaði Hanna Kata.