06.04.2010
Foreldrafélag Brekkuskóla veitti nýverið ferðastyrk til skáksveitar Brekkuskóla til farar á Íslandsmót
barnaskólaveita í skák.
Sveit Brekkuskóla sigraði í sveitakeppni barnaskólasveita á Akureyri og nágrenni sem fram fór þann 27. janúar 2010.
Sveitina skipuðu: Andri Freyr 7. HS, Ægir 7. HS, Magnús Mar, 7. Þ.Gr., Kristján í 6. bekk og Mikael Máni 3. bekk.
Með sigrinum vann sveitin sér þátttökurétt á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Vetrargarðinum í
Smáralind þann 21. mars sl. (Mótshaldið var í höndum Skákakakademíu Reykjavíkur í nánu samstarfi við Skáksamband
Íslands). Sveitinni gekk mjög vel og hafnaði hún í 10. sæti af 52. sveitum.
Óskum við strákunum til hamingju með árangurinn.