14.12.2010
Kæru foreldrar
Á fundi stjórnar foreldrafélag
Brekkuskóla, þann 6. desember síðastliðinn, var ákveðið að hætta með verkefnið Hreyfistrætó. Stjórnin vill þakka
þeim foreldrum og nemendum sem lögðu verkefninu lið og gerðu okkur mögulegt að halda Hreyfistrætó gangandi í 10 vikur.
Hreyfistrætó miðar að því
að efla hreyfingu barna og öryggi þeirra á leið sinni í skólann og voru það skjúkraþjálfarar á Akureyri sem kynntu
verkefnið í upphafi og hvöttu Grunnskólana á Akureyri til að setja Hreyfistrætó í gang enda þarft verkefni.
Brekkuskóli var eini skólinn sem sló til
sem var virkilega skemmtilegt og megum við vera virkilega stolt. Við vonum því að hægt verði að endurvekja verkefnið síðar og hver veit nema
með hækkandi sól muni það fara aftur í gang og áhugi fyrir hreyfingu vakni meðal nemenda og foreldra skólans.
Bestu þakkir
Stjórn foreldrafélags
Brekkuskóla