07.11.2010
Foreldrafélagið ákvað á fundi þann 1. nóvember að framlengja
Hreyfistrætó verkefninu um 4 vikur og hvetur foreldra til að taka virkan þátt. Þó svo verkefnið sé lagt upp fyrir yngstu nemendur skólans
eru allir nemendur hvattir til að taka þátt og foreldrar að ganga með börnunum og skrá sig á vakt. Gula og Græna leiðin hafa verið virkar
þær 6 vikur sem tilraunin hefur staðið yfir, Rauða leiðin datt út mjög fljótt og sú Bláa leið undir lok eftir vetrarfrí.
Það er samt ekkert sem segir að ekki megi lífga þær við svo endilega skráið ykkur á vakt og hvetjið börnin til
þátttöku. Með Hreyfistrætó stuðlum við að hreyfingu barna okkar og erum þeim innan handar í umferðinni. N4 mun að öllum
líkindum ganga með Hreyfistrætó í vikunni enda áhugavert verkefni sem vekur athygli bæjarbúa.
Kveðja frá foreldrafélagi Brekkuskóla.