Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla
Fundur 1 . október 2019
Mættir: Jóhann, Agla, Laufey og Sigþóra
- Beiðni frá 10. bekk um styrk að kaupa tvö samlokugrill í sjoppuna.
- Settum saman greinargerð um störf foreldrafélagsins sem við ætlum að láta fylgja með aðalfundarboðinu.
- Hugmynd um hvort hægt sé að fá skyndihjálparnámskeið fyrir nemendur í boði foreldrafélagsins – þá mismunandi eftir aldri. Laufey ætlar að fá upplýsingar frá Rauða Krossinum og vera í sambandi við skólastjórnendur ef þetta er hægt.
- Fyrirlesturinn Jákvæð samskipti er í ferli og kemur vonandi í ljós hvort eða hvenær hann verður fljótlega. Hugmynd að bjóða starfsfólki einnig upp á hann á skólatíma.
- Rætt fyrirkomulag aðalfundarins næsta fimmtudag.
Næsti fundur – aðalfundur 3. október kl. 20:00