Stjórnarfundur foreldrafélags Brekkuskóla
þann 10. Jan. 2022
Mættir: Lísbet, Kristrún, Magni og Steinþór.
- Rætt var um möguleika fyrir 8. bekk á nýtingu fjármagns sem þeim var ætlað fyrir ferð á Reyki sem aldrei var farin sökum heimsfaraldurs.
- Hugmyndavinna fór í gang um hvað væri hægt að gera skemmtilegt fyrir þau og varð niðurstaðan sú að þau hafi um þrennt að velja.
- Nr. 1 að foreldrafélagið leigi fyrir þau skautahöllina og að þau séu þá ein með staðinn í klukkutíma.
- Nr. 2 að leigja fimleikasalinn í 1 klst. og 45mín
- Nr. 3 að fá skemmtiatriði á ball í skólanum sem við í stjórninni reddum.
- Spurt var hvort allir væru sammála því að halda áfram að gefa 1. bekk/verðandi 1. bekk húfur eins og undanfarin ár, það er þá að koma að því að panta nýjar, það var samþykkt einróma. Þurfum bara að velja lit á næstu húfur.
- Umræður um hvort einhverjar leiksýningar væru í gangi í bænum sem við gætum fengið inn í skólann með vorinu, við ætlum að hafa augun opin fyrir því. Ætlum að hafa í huga að foreldrafélag Oddeyrarskóla hefur áhuga á að vera með okkur ef við fáum fyrirlestur eða annað slíkt.
- Fundi slitið, næsti fundur áætlaður 7. febrúar 2022