Stjórnarfundur foreldrafélagsins 11. janúar 2021 – Zoom fundur.
Mætt: Steinþór Jóhann, Heiðrún, Lísbet, Melkorka og Sigþóra.
Fyrsti fundur ársins.
- Ákveðið að senda aftur póstinn til foreldra með fyrirlestrunum sem Samtaka býður upp á, ef ske kynni að pósturinn hafi tapast í jólaundirbúningnum.
- Foreldrafélagið gaf ostakörfur inn á allar kaffistofur skólans fyrir jólin sem þakklætisvott fyrir þetta skrítna ár 2020 sem er nú búið.
- Athuga þarf með pöntun fyrir vorið – húfur fyrir verðandi 1.bekkinga og penna fyrir útskriftarnemendur.
Lítið um að vera vegna ástandsins og því stuttur fundur.