Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla
Fundargerð 04. febrúar 2020
Mættir: Lísbet, Ásgrímur, Jóhann, Heiðrún, Sigþóra
Skilaboð frá Samtaka – næstkomandi þriðjudag 11.febrúar kl. 20 er fundur þar sem stjórnir allra foreldrafélaga grunnskóla á Akureyri eru boðaðar á til skrafs og ráðagerðar. Deilda hugmyndum og fá hugmyndir. Mikilvægt að sem flestir úr stjórninni mæti.
Samtaka býður öllum foreldrum upp á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni sem hann nefnir; Vertu ástfanginn af lífinu – fyrirlesturinn verður í sal Brekkuskóla 18. febrúar.
Reyfaðar hugmyndir að gjöf til tilvonandi 1.bekkjar – síðustu ár hafa verið gefnar húfur merktar Brekkuskóla og nokkur ánægja með það. Áætlað að gera það einnig í ár. Ath. hjá Laufeyju varðandi pöntun.
Skólahreysti-tæki sem foreldrafélagið gaf Brekkuskóla hafa nú verið sett upp í skólanum. Stjórnin fór í skoðunarferð, tók út verkið og nokkrar upphýfingar