Fundargerð desember 2019

Foreldrafélagsfundur 2. desember 2019. Brekkuskóla

Mætt: Jóhann, Lísbet, Agla, Drífa, Heiðrún og Ásgrímur

 

Á fundinum voru eftirfarandi mál rædd:

  • Búið er að ræða við skólann um merkingar starfsmanna, starfsmannapassa svo börn og aðrir sem sækja börnin sjái fljótt hver er starfsmaður skólans og hver ekki.
  • Það er búið að ræða um gatnamót við Hrafnagilsstræti/Byggðaveg, það á ekki að lýsa gangbrautina upp.
  • Rætt var um jólasveininn fyrir litlu jólin, það á að vera frágengið.
  • Búið er að gefa grænt ljós á að við, foreldrafélagið, gefum skólanum bækur á bókasafnið.
  • Skólahreystis tækin koma fljótlega, foreldrafélagið ætlar að gefa skólanum hluta af þeim.
  • Samtaka, samtök foreldrafélaga á Akureyri, stefnir á að halda fund með öllum foreldrafélögum grunnskóla á Akureyri.
  • Heimili og skóli kynnir bráðum skýrlu sína, niðurstöður úr rannsókn og greiningu.
  • Umræða um foreldrarölt.
  • Umræða um stofnun bekkjarráða fyrir hvern bekk.
  • Umræða um námsráðgjöf skólans, sú sem sinnir því er búin að minnka við sig vinnuna, væri þá ekki þörf fyrir að ráða annan aðila á móti henni. Umræður um það.
  • Ákveðið var að hafa næsta fund mánudaginn 13. janúar 2020.
  • Fundi slitið.