6.12.2021
Fundur hjá stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla 6. desember 2021 kl 20.
Mætt voru: Lísbet (formaður), Steinþór, Sigþóra, Heiðrún (gjaldkeri) og Hanna Kata, sem ritaði fundargerð.
- Prókúra. Yfirfærsla gengin í gegn.
- Sveinki er til í tuskið og búið að ganga frá bókun 20.des.
- Uppistandari fyrir litlu jól hjá 8.-10.bekk, allt frá gengið og hugmyndin vekur mikla lukku á meðal nemenda.
- Glaðningur fyrir 8.bekkinga, í tengslum við nýtingu peninga foreldrafélagsins sem áætlaðir voru í styrk fyrir ferð í Reykjaskóla sl. vor en féll niður. Um er að ræða 2.000 kr/pr nemanda. Leitað verði að hugmyndum á meðal foreldra í 8.bekk. Hugmyndir verði teknar fyrir á janúarfundi stjórnar foreldrafélagsins þar sem 3 hugmyndir valdar, til að leggja fyrir nemendahópinn að kjósa um.
- Önnur mál. Óformlegar umræður um upplýsingar um starfsemi foreldrafélagsins (hvort gera mætti stutta útdrætti fyrir bekkjarsíður) og netnotkun barna.
Næsti fundur áætlaður 10.janúar.
Fundi slitið kl. 20:45.