Foreldrafulltrúar

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla boðar alla foreldrafulltrúa á árlegan sameiginlegan fund.   Við ætlum að setjast niður og hittast og skiptast á hugmyndum og sögum um hvernig hægt er að standa að góðu foreldrastarfi innan bekkjanna.  Sum okkar eru ný í þessu hlutverki, en aðrir geta miðlað af reynslunni.   Hittumst á stuttum en hnitmiðuðum fundi í sal Brekkuskóla mánudaginn 2. nóvember kl 18  Kaffi á könnunni!   Með von um að sjá sem flesta, kv. Stjórnin