05.11.2009
Foreldrar í Brekkuskóla eru beðnir afsökunar á mistökum sem urðu í Íslandsbanka vegna rukkunar á árgjaldi
foreldrafélagsins. En bankinn rukkaði um 2000 kr í stað 1750 kr. Þó nokkrir foreldrar höfðu þegar greitt er mistökinn komust upp, en þetta
hefur verið leiðrétt hjá þeim sem ekki höfðu greitt.
Þeir sem borguðu of mikið geta fengið mismuninn endurgreiddan hjá Íslandsbanka með því að senda bankaupplýsingar til bankans.
Ef einhver hefur fengið tvo greiðsluseðla eru það líka mistök sem bankinn ætlat að leiðrétta.
Foreldrafélagið biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Fyrir hönd Foreldrafélags Brekkuskóla
Bóthildur Sveinsdóttir, gjaldkeri.