Fréttir

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu. Það fylgir því mikil ábyrgð að annast börn, hvar í stétt sem við stöndum. Virðum líðan og tilfinningar barnanna, völdum þeim ekki óþarfa áhyggjum með óábyrgri, einsleitri umræðu. Ábyrgð, væntumþykja, tillitsemi, jákvæðni og von eru gildi sem vert er að virða og virkja á þeim óvissutímum sem nú eru í algleymingi. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei. Aðgát skal höfð í nærveru sálar  F.h. Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.  Sjöfn Þórðardóttir formaður. Afritað af vef: http://www.heimiliogskoli.is/
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar

Þú nálgast fréttabréf októbermánaðar hér
Lesa meira

Litlu jól í Brekkuskóla

Frístund opnar kl.08:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 2.,4.,6.og 8.bekk mæta klukkan 08:00 í heimastofur Klukkan 09:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 3.,7. og 9.bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur Klukkan 10:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 1.,5. og 10.bekk mæta klukkan 10:00 í heimastofur Klukkan 11:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00 og Frístund verður opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Eftir þennan dag eru nemendur komnir í jólafrí og mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6.janúar 2009 samkvæmt stundaskrá Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 14.janúar 2009 og verða boð send foreldrum á fyrsta skóladegi á nýjum ári.    
Lesa meira

Góð gjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla

Skólanum hefur borist góð gjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla. Það eru 100 endurskinsvesti með merki skólans á bakinu. Þetta kemur sér afskaplega vel þar sem kennarar eru töluvert að fara með nemendur gangandi í vettvangsferðir og gott að hafa nemendur vel sýnilega í umferðinni. Kærar þakkir fyrir okkur!
Lesa meira