25.01.2019
Í dag fagna nemendur í 1. bekk því að hafa verið 100 daga í skólanum.
Lesa meira
24.01.2019
Þriðjudaginn 29. janúar og miðvikudaginn 30. janúar 2019 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flís sem kallast Bókun foreldraviðtala.
Lesa meira
22.01.2019
Nk. laugardag, 26. janúar verður haldið skákmót fyrir börn í sal Brekkuskóla.
Þennan dag er skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara.
Sérstaklega verður vandað til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar.
Mótið er opið börnum á grunnskólaaldri og þau sérstaklega hvött til að mæta sem verið hafa í skákkennslu í vetur.
Mótið hefst kl. 10 og stendur í u.þ.b. tvo tíma. Skráning á staðnum frá kl. 9.30
Lesa meira
23.11.2018
Miðvikudaginn 28. nóvember ætla nemendur í 10.bekk að halda sparifataball fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.
Lesa meira