Þriðjudaginn 29. janúar og miðvikudaginn 30. janúar 2019 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flís sem kallast Bókun foreldraviðtala.
Leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Mánudaginn 28. janúar er starfsdagur og nemendur í fríi. Frístund er opin allan daginn fyrir nemendur sem þar eru skráðir.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is