Fréttir

Upphátt í Brekkuskóla

Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri verður haldin fimmtudaginn 7. mars í Hömrum, Hofi. Er þetta í 23. sinn sem þessi keppni er haldin og munu þátttakendur í 7. bekk taka þátt. Bæði nemendur og kennarar hafa lagt mikla vinnu við að undirbúa sig fyrir hátíðina en upphafsdagur hennar var á degi íslenskra tungu, 16. nóvember. Á þessu tímabili hefur verið lögð sérstök áhersla á upplestur, vandaðan framburð, túlkun og framkomu. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá nemendur í 7. bekk í Brekkuskóla að lokinni undankeppni þar sem þau veifa öll viðurkenningarskjali fyrir að hafa lagt sig fram í lestrinum.
Lesa meira

Starfamessa

Lesa meira