Starfskynningar 9. bekkjar

Hluti af náms- og starfsfræðslu í Brekkuskóla er að nemendur 9. bekkjar kynni sér nám og störf í samfélaginu. Markmið með kynningunum er að efla tengsl skóla og samfélags auk þess að gefa nemendum áþreifanlega reynslu úr atvinnulífinu. Hlutverk nemenda meðan á starfskynningum stendur er að afla sér upplýsinga um starfsemina og að taka þátt í þeim verkefnum sem þeim er falið á hverjum vinnustað.

Dagana 28.-29. maí hafa nemendur kynnt sér nám og störf fyrirtækja og stofnana sem þau völdu og að  því loknu útbjuggu þau kynningar þar sem þau fræddu foreldra sína, samnemendur og kennara um það sem þau kynntu sér á vinnustöðunum.

Svona stórt verkefni væri ekki hægt að bjóða upp á nema með aðstoð foreldra og þeirra fyrirtækja sem tóku á móti nemendum okkar og gáfu tíma sinn í verkefnið, kærar þakkir fyrir okkur.

Hér má sjá nokkrar myndir frá kynningunum.