Skólanum hefur borist afar vegleg bókagjöf, bekkjarsett af ungmennabókunum, ÓGN - ráðgátan um Dísar-Svan og ÓRÓI - krunk hrafnanna (22 stk. af hvorri). Höfundur bókanna, Hrund Hlöðversdóttir, í samstarfi við bókaútgáfuna Hóla, vill leggja fram sitt framlag til að auka bókakost ungmenna og áhuga á lestri. Bækurnar eru spennusögur og hugsaðar til að kynna þjóðsagnaarf Íslendinga fyrir ungmennum. Þær fjalla um unglinga sem flækjast inn í ævintýraheim álfheima. Inni á vefnum hrund.net er að finna upplýsingar um bækurnar, lesskilningsspurningar og kennsluhugmyndir sem kennarar geta nýtt í vinnu við bækurnar. Bækurnar henta lesendum frá ca 12 ára og upp á unglingastig. Sögurnar eru aðgengilegar á hljóðbókasafni og fyrri bókina, ÓGN, má einnig nálgast inni á Storytel. Von er á þriðju og síðustu bókinni í bókaflokknum á næstu dögum sem heitir, ÓLGA, kynjaslangan, en bækurnar eru sjálfstæðar hver og ein þó þær fjalli um sömu sögupersónur.
Brekkuskóli þakkar kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is