Myndbandið Drengurinn með ljáinn var valið sem sigurmyndband í eldri flokki Siljunnar 2024.
Myndbandið gerðu Anton Dagur Björgvinsson, Anton Bjarni Bjarkason, Birkir Kári Helgason, Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttiir.
https://drive.google.com/file/d/10jWvbS51yDa0ThkuJhV6LI_5fb94WbS7/view
Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Verðlaunin fyrir 1. sætið er að þeir sem stóðu að myndbandinu fá að velja bækur á íslensku að andvirði 50.000 kr frá Pennanum Eymundsson fyrir skólabókasafnið sitt í samstarfi við starfsmann skólabókasafnsins. Ungmennin í 1. sætinu fá að auki bókagjöf frá Forlaginu, bókina Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.
Við óskum krökkunum innilega til hamingju með árangurinn!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is