Siljan - myndbandasamkeppni

Myndbandið Drengurinn með ljáinn var valið sem sigurmyndband í eldri flokki Siljunnar 2024.

Myndbandið gerðu Anton Dagur Björgvinsson, Anton Bjarni Bjarkason, Birkir Kári Helgason, Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttiir.

https://drive.google.com/file/d/10jWvbS51yDa0ThkuJhV6LI_5fb94WbS7/view  

Myndbandakeppnin Siljan er haldin á hverju ári. Barnabókasetur Íslands stendur að verkefninu í samstarfi við Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og mega bæði einstaklingar eða hópar senda inn myndband hvort sem það er unnið í eða utan skólans.

Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.

Verðlaunin fyrir 1. sætið er að þeir sem stóðu að myndbandinu fá að velja bækur á íslensku að andvirði 50.000 kr frá Pennanum Eymundsson fyrir skólabókasafnið sitt í samstarfi við starfsmann skólabókasafnsins.  Ungmennin í 1. sætinu fá að auki bókagjöf frá Forlaginu, bókina Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.

Við óskum krökkunum innilega til hamingju með árangurinn!