Stóra upplestrarkeppnin 2012

Sylvia og Gunnar ásamt kennurum sínum
Sylvia og Gunnar ásamt kennurum sínum
Þann 7. mars síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í húsakynnum MA. Fyrir hönd Brekkuskóla kepptu þau Gunnar Sigurðsson úr 7. KI og Sylvía Siv Gunnarsdóttir úr 7. GÞ og stóðu þau sig með stakri prýði. Gunnar og Sylvia báru sigur úr býtum í undankeppninni sem haldin var í Brekkuskóla 1. mars þar sem öllum nemendum árgangsins var boðið að taka þátt. Í undankeppninni voru einnig valdir varamenn sem voru þær Erla Kolfinna Bjarnadóttir og Auður Ingvarsdóttir.

Hér getið þið nálgast myndir frá keppninni og undankeppninni.

Sigurvegarar þetta árið voru Steinar Logi Stefánsson nemanda í Síðuskóla í þriðja sæti, Dagný Þóra Óskarsdóttir nemandi í Lundarskóla var í öðru sæti og sigurvegarinn árið 2012 var Sölvi Halldórsson einnig nemandi íLundarskóla.