Starfskynning í 9. bekk

Tveir herramenn í starfskynningu
Tveir herramenn í starfskynningu
Þriðjudaginn 28. maí og miðvikudaginn 29. maí kl. 9-12 fara nemendur 9. bekkjar Brekkuskóla í starfskynningar í fyrirtæki á Akureyri eða nágrenni. Það er samstarfsverkefni nemenda, foreldra og skóla að sjá um útvegun fyrirtækja. Foreldrar þurfa að staðfesta val nemenda með undirskrift. 30. maí munu nemendur halda kynningu á sal fyrir foreldra, kennara og nemendur í 8. bekk á því hvers þau hafa orðið vísari í starfskynningu. Öllum ber skylda til að mæta og gera grein fyrir þátttöku sinni. Umsjón með framkvæmd starfskynninga hafa Steinunn námsráðgjafi og kennararnir Sigríður Pálmad., Svanhildur, Fjóla Dögg  og Margrét Þóra.

Upplýsingar sem þarf að afla í starfskynningu

 Á meðan á starfskynningu stendur er ætlast til að nemendur afli sér upplýsinga um það fyrirtæki sem þeir heimsækja.

Um fyrirtækið er gott að m.a. komi eftirfarandi fram;

-          nafn fyrirtækis

-          hvaða starfsemi fer þar fram

-          ef einhver framleiðsla fer fram í fyrirtækinu þá hvaða

-          hversu gamalt er fyrirtækið

-          er þetta einkafyrirtæki eða opinbert fyrirtæki

-          fjöldi starfsfólks

-          menntun starfsfólks

 

Um starfið er gott að m.a. komi eftirfarandi fram;

-          starfsheiti

-          menntun

-          atvinnuhorfur

-          grunn- og/eða meðallaun í stéttinni

-          hvaða hæfileikar nýtast vel í starfinu

-          hvað er erfiðast við starfið

-          hvernig er kynjaskipting í atvinnugreininni og af hverju ætli hún sé þannig?

Að lokum;

-          hvað fannst nemandanum áhugaverðast í starfskynningunum?

Ætlast er til að nemendur mæti stundvíslega. Einnig er sérstaklega mikilvægt að þeir komi að öllu leyti fram af kurteisi og virðingu.