Fjölbreytt námskeið í næsta nágrenni við skólann

Möguleikamiðstöð
Möguleikamiðstöð
Í næsta nágrenni við skólann, nánar tiltekið í Punktinum sem er til húsa í gamla Barnaskóla Akureyrar, er að finna fjölbreytt úrval námskeiða  sem stendur öllum bæjarbúum  til boða. Fjölskyldur og vinir ættu að skoða þennan möguleika. Halldóra Björg umsjónarmaður Punktsins veitir allar upplýsingar um námskeiðin og opið starf Punktsins í síma 460-1244 Verið velkomin á Punktinn. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála netfang: punkturinn@akureyri.is heimasíða: www.akureyri.is/rosenborg

Fluguhnýtingar

15.október (15.okt., 22., og 29. okt.) fimmtudagskvöld 3x3 tímar

Kvöldnámskeið kl.19-22

Kennari: Þorsteinn Gíslason myndlistamaður

Verð: 10.000 Efni í 10 flugur innifalið

Þátttakendur kynnast hnýtingum á einföldum laxa-og silungaflugum, val á hnýtingarefni og tólum sem notuð eru til fluguhnýtinga. Mismunandi önglar og öngulstærðir skoðaðar.

Glernámskeið

5.nóvember (5,10,12) 3x3 tímar miðvikudagskvöld

Kvöldnámskeið kl.19-22

Kennari: Halla Birgisdóttir mósaiklistakona og handverkskona

Verð: 16.000 efni innifalið

Kortagerð

8.október fimmtudagskvöld ATH ! byrjar í kvöld

Kvöldnámskeið kl. 19-22

Kennari: Linda Óladóttir myndlistakona

allt öðruvísi kort en áður hafa sést í boði Lindu

Verð:3000

Kúnstbroderí

8.október (8. okt.,15., og 22 okt) 3x3 tímar fimmtudagskvöld  ATH ! byrjar í kvöld

Kvöldnámskeið kl.19-22

Kennari: Inga Holdo

Verð:10.000 efni innifalið

Steinamálun

12 og 19 október  mánudagsmorgnar

Morgunnámskeið kl:9:15-12:15

Kennari: Aðalbjörg Kristjánsdóttir myndlistakona

Verð:6.000

Steinamálun

14 og 21 október miðvikudagskvöld

Kvöldnámskeið kl:19-22

Kennari: Aðalbjörg Kristjánsdóttir myndlistakona

Verð:7.000

Tinlagt gler

26.október (26,2,9,16 nóvember) 4x3 tímar, mánudagsmorgnar

Morgunnámskeið kl.9:15-12:15

Kennari: Aðalbjörg Kristjánsdóttir myndlistakona

verð:10.000

Tinlagt gler

28.Október (28,4,11,18 nóvember) 4x3 tímar, miðvikudagskvöld

Kvöldnámskeið kl:19-22

Kennari: Aðalbjörg Kristjánsdóttir myndlistakona

Verð: 13.000

Tréútskurður

12.október (12,19,26 og 2 nóvember) 4x3 tímar mánudagsmorgnar

Morgunnámskeið 9:15-12:15

Kennari: Georg Hollander fjöllistamaður

Verð: 10.000 efnisgjaldi stillt í hóf

Tréútskurður

8.október (8,15,22,29 október) 4x3 tímar fimmtudagskvöld

Kvöldnámskeið 19-22

Kennari: Georg Hollander fjöllistamaður

Verð: 13.000 efnisgjaldi stillt í hóf

Vattarsaumur

13og 20 október. þriðjudagskvöld

Kvöldnámskeið frá 19-22

Kennari: Hadda myndlistakona

Verð: 8000. Efni innifalið