Dagur íslenskrar tónlistar 5. desember

Föstudaginn 5. desember verður Dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og af því tilefni munu allar útvarpsstöðvar landsins spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11.15. Íslendingar geta því sameinast við viðtækin og sungið lög til heiðurs íslenskri tónlist. Markmiðið er að fá sem flesta til að kveikja á útvarpinu klukkan 11.15 og syngja með. Tilvalið er að safnast saman á sal þar sem slíkur er til afnota til að allir geti sameinast í söng. Í Brekkuskóla ætlum við að vera með söngsal þennan dag. Nánara skipulag: kl. 11:10 1. - 3. bekkur kl. 11:40 - 12:00 8. - 10. bekkur - ath. breyting! kl. 12:00 - 12:20 4. - 6. bekkur Hér er auglýsing með dagskránni. Nú er bara að æfa :-)

Lögin sem urðu fyrir valinu í ár eru lag Sigfúsar Halldórssonar, Litla flugan, við texta Sigurðar Elíassonar, Reyndu aftur, lag og texti eftir Magnús Eiríksson og Þannig týnist tíminn, lag og texti eftir Bjartmar Guðlaugsson. Textar og gítargrip laganna eru aðgengileg á Facebook-síðu Syngjum saman! (Opnast í nýjum vafraglugga)

Það er því ekkert því til fyrirstöðu að byrja að æfa sig og syngja svo með alþjóð föstudaginn 5. desember. Þátttakendur eru hvattir til þess að taka sönginn sinn upp á myndband og senda á Facebook-síðu Syngjum saman! (Opnast í nýjum vafraglugga) í kjölfar viðburðarins. Hér (Opnast í nýjum vafraglugga) má sjá nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans syngja þrjú lög á Degi íslenskrar tónlistar 2013.

Dagur íslenskrar tónlistar og verkefnið Syngjum saman! eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmunasamtaka tónlistarinnar undir formerkjum Samtóns (Opnast í nýjum vafraglugga).