Lögin sem urðu fyrir valinu í ár eru lag Sigfúsar Halldórssonar, Litla flugan, við texta Sigurðar Elíassonar, Reyndu aftur, lag og texti eftir Magnús Eiríksson og Þannig týnist tíminn, lag og texti eftir Bjartmar Guðlaugsson. Textar og gítargrip laganna eru aðgengileg á Facebook-síðu Syngjum saman! (Opnast í nýjum vafraglugga)
Það er því ekkert því til fyrirstöðu að byrja að æfa sig og syngja svo með alþjóð föstudaginn 5. desember. Þátttakendur eru hvattir til þess að taka sönginn sinn upp á myndband og senda á Facebook-síðu Syngjum saman! (Opnast í nýjum vafraglugga) í kjölfar viðburðarins. Hér (Opnast í nýjum vafraglugga) má sjá nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans syngja þrjú lög á Degi íslenskrar tónlistar 2013.
Dagur íslenskrar tónlistar og verkefnið Syngjum saman! eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmunasamtaka tónlistarinnar undir formerkjum Samtóns (Opnast í nýjum vafraglugga).
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is