Brekkuskólaleikar 2013

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir í ár líkt og litlu ólympíuleikarnir í fyrra. Þriðjudaginn 7. maí og miðvikudaginn 8. maí  fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hverjum árgangi er skipt upp í átta liti að þessu sinni. Keppnisgreinar eru:

1.      Körfubolti í Íþróttahöllinni            
2.      Jakahlaup  í Íþróttahöllinni           
3.      Frjálsar  í Íþróttahöllinni               
4.      Dans í Brekkuskólasalnum    
5.      Golf í gömlu þrekhöllinni   
6.      Boccia í Laugargötu         
7.      Skólahreysti í Laugargötu 
8.      Fótbolti á sparkvelli      
9.      Sund   
10.    Listsköpun í myndmenntastofu  

Ólympísku gildin er höfð í hávegum þessa daga.  Hvert „litur“ safnar stigum. Keppnin fer þannig fram að hver aldurshópur fer á milli stöðva og fulltrúar litanna keppa þar sín á milli og stigin safnast saman í pott. Á sama tíma eru liðsfélagar í öðrum bekkjum að keppa í öðrum greinum og safna stigum fyrir sinn lit.

Hér á vefsíðunni er að finna myndir frá Brekkuskólaleikunum fljótlega. Ljósmyndari leikanna er Helena Valdís í 10. bekk