Vikupóstur úr 2. bekk

Kæru foreldrar Það voru mjög spennt börn sem héldu af stað í haustfrí í dag :-)

Í byrjendalæsi hefur vikan verið mjög skemmtileg og full af áhugaverðum verkefnum. Við unnum með líkamann í gegnum bókina Komdu og skoðaðu líkamann. Við byrjuðum vikuna á því að fræðast um það hvernig börnin verða til og allir teiknuðu mynd af barni í móðurkviði sem  hanga nú upp á vegg hjá okkur. Dásamlegar myndir. Börnin bjuggu til sína líkamabók, í hana skráðu þau  helstu líffæri og líkamsparta, gerðu krossglímu og teiknuðu beinagrind. Flottar bækur sem fara í ferilmöppurnar þeirra. Þið hafið eflaust heyrt börnin ykkar velta fyrir sér eða spyrja um eitt og annað tengt líkamanum.  Þau eru mjög áhugasöm og spyrja mikið :-) Næstu tvær vikur ætlum við að vinna með bókina Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík.

Í stærðfræði héldum við áfram að mæla en nú með reglustikum og málböndum. Við æfðum okkur í að mæla og teikna strik með reglustiku ásamt því að vinna í Sprota. Í dag kláruðum við svo stöðvarnar síðan í síðustu viku og fóru stúlkurnar í það að kasta skutlum og mæla og drengirnir voru í mælingarleik með bolta.

Á bekkjarfundi vikunnar fórum við í hlutverk kennara. Við bjuggum saman til T-spjald og skráðum það niður hvert hlutverk kennara er og er ekki.

Enskuna tengdum við svo við byrjendalæsið og unnum með líkamann. Í byrjendalæsi erum við farin að leggja inn sérhljóða og samhljóða. Við tölum um að samhljóðar séu grænir stafir og sérhljóðar rauðir.

Við erum byrjuð að æfa okkur á fullu fyrir árshátíð skólans sem verður 28.nóvember. Við erum að læra þrjú ný lög og það gengur vel. Þið getið sko beðið spennt :-)

Hafið það sem allra best saman í haustfríinu kæru fjölskyldur. Sjáumst hress og kát á þriðjudag :-)

Bestu kveðjur

Ástrós og Garðar

 

Gullkorn vikunnar

„Kemur seiði úr pabbanum?“ :-)