Hafdís Haukdal hlaut viðurkenningu
Fimmtudaginn 27. júní boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og
starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Það er skemmst frá
því að segja að Hafdís Haukdal nemandi í 6. bekk Brekkuskóla 2012 - 2013 hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og framfarir í námi
sínu.
Hafdís var í hópi fjölda einstaklinga sem hlaut viðurkenningu en nöfn þeirra allra verða birt á vef skóladeildar.
Heiðursverðalaun hlaut Birgir Helgason sem var lengi vel kennari við Barnaskóla Akureyrar og sungu viðstaddir viðkenningarsamkonuna í Hofi
skólalag Barnaskóla Akureyrar.
Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í
skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru
hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og
gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. júní.