Föstudaginn 29. apríl fór fram afhending viðurkenninga Fræðslu- og lýðheilsuráðs í Hofi en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn skólans og einn nemandi viðurkenningu. Sólrún Eyfjörð Torfadóttir stuðningsfulltrúi, Sævar Árnason kennari og Clara Victoria Höller nemandi í 5. bekk. Við erum stolt af þessum fulltrúum okkar og óskum þeim innilega til hamingju.
Myndin sem fylgir var tekin við afhendinguna en Sævar gat því miður ekki verið viðstaddur og því vantar hann á myndina.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is