Verðlaunaafhending vegna myndbandasamkeppni Siljunnar fór fram í sal Brekkuskóla í morgun.
Það er augljóst að skólinn státar af vel lesnum og hæfileikaríkum krökkum sem kunna að gera flott myndbönd.
Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn!
1.sæti Dóttir hafsins
8-10. bekkur, Brekkuskóli
Auður Gná Sigurðardóttir, Pétur Friðrik Jónsson, Anna Kristín Þóroddsdóttir, Morta Viktoría Pálsdóttir, Neó Hauksson, Kjartan Valur Birgisson, Anna Lóa Sverrisdóttir, Leó Már Pétursson, Gabríel Birkir Sigurðsson, Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, Helga María Halldórsdóttir, Sváfnir Ragnarsson.
Umsögn dómnefndar: Myndin í heild sinni alveg framúrskarandi. Staðsetningar í tökum, hljóð, búningar, myndataka frábær. Allar hljóðbrellur juku á áhrif myndarinnar og handritið mjög gott sem gerði sögunni góð skil. Tónlistin passaði mjög vel við og klipping myndarinnar sem hvorutveggja jók á áhrif sögunnar.
2.sæti: Allt er svart í myrkrinu
9. bekkur, Brekkuskóli
Snædís Hanna Jensdóttir, Fríða Björg Tómasdóttir, Birkir Kári Helgason, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir.
Umsögn dómnefndar: Myndin var frumleg og listræn og nálgun efnisins öðruvísi. Myndatakan og tónlistin gáfu myndinni spennuþrungið andrúmsloft. Einnig var lagt í búninga og staðsetningar á tökum og í heild var upplifunin þannig að maður vildi vita meira.
3.sæti: Eldurinn
9. bekkur, Brekkuskóli
Björg Óladóttir, Dagmar Eva Þorbjörnsdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir.
Umsögn dómnefndar: Handritið var gott og sagan skýr. Mikill tilfinningarþungi og senurnar héldu vel utan um söguna. Margar sniðugar lausnir og brellur til að gefa sögunni vægi.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is