Frétt af vef Reykhólahrepps: "Þau gleðilegu tíðindi - kannski þó ekki fyrir alla - hafa nú orðið, að arnarhjónin heimsfrægu í ótilgreindri eyju í Reykhólahreppi eru orpin og skiptast á að liggja á. Vonast er eftir sólríkri tíð þannig að vefmyndavélin við hreiðrið sem notast við sólarrafhlöður haldist gangandi. Myndavélin er nú í gangi við hreiðrið þriðja árið í röð. Í hitteðfyrra komu hjónin upp unga en í fyrra misfórst útungunin, eins og stundum gerist hjá erninum.
Það eru hjónin Signý M. Jónsdóttir og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð sem standa að þessu framtaki undir heitinu Arnarsetur Íslands."
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is