Vefmyndavél - arnarhreiður

Það er einstakt að geta fylgst með náttúrunni með aðstoð vefmyndavéla. Dæmi um það er að fylgst er með einstökum atburði í gegnum slíka tækni þar sem arnarhjón hafa verpt í ótilgreindri eyju í Breiðafirði. Við í Brekkuskóla ætlum að fylgjast með þessum viðburði, en reiknað er með að eggin klekist út í lok maí. Þetta er í annað sinn sem þetta er reynt, en í fyrra klektust eggin ekki út og voru við rannsókn talin hafa verið fúl. Fylgist með hér. Efni sótt af vef http://www.reykholar.is/

Frétt af vef Reykhólahrepps: "Þau gleðilegu tíðindi - kannski þó ekki fyrir alla - hafa nú orðið, að arnarhjónin heimsfrægu í ótilgreindri eyju í Reykhólahreppi eru orpin og skiptast á að liggja á. Vonast er eftir sólríkri tíð þannig að vefmyndavélin við hreiðrið sem notast við sólarrafhlöður haldist gangandi. Myndavélin er nú í gangi við hreiðrið þriðja árið í röð. Í hitteðfyrra komu hjónin upp unga en í fyrra misfórst útungunin, eins og stundum gerist hjá erninum.

Það eru hjónin Signý M. Jónsdóttir og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð sem standa að þessu framtaki undir heitinu Arnarsetur Íslands."