Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra.
Samkvæmt veðurspá gengur vestan- og suðvestanhvellur yfir svæðið um miðjan dag eða frá um kl. 11 til 14. Spáð er vindhraða upp á um 20 m/s og talsverðri úrkomu.
Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á ferli meðan tvísýnt er.
Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi. Hins vegar er mælst til þess að foreldrar og forráðamenn barna kynni sér stöðu mála og hugi sérstaklega að skólalokum og heimferð barna sinna.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is