Útivistardagur

FRESTAÐ! Miðvikudaginn 3. október er áætlað að allur skólinn fari í fjallgöngu til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í göngu af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Farið verður í göngur sem hér segir:

5.-10. bekkur á Súlur

1. – 4. bekkur í Kjarnaskóg og þaðan upp að “Gamla”

 Foreldrar eru velkomnir með í ferðina. Nemendur mæta í stofur samkvæmt stundaskrá þar sem merkt verður við þá.

1.    Farið verður með rútu frá skólanum sem hér segir:

 

8. – 10. bekkur kl. 08:15 (165 nemendur + 20-25 fullorðnir)

5. – 7. bekkur kl. 08:25 (130 nemendur + 20-25 fullorðnir)

1. – 4. bekkur kl. 08:45 (189 nemendur + 20-25 fullorðnir)

2.    Lagt verður af stað tilbaka (frá planinu neðan göngustígs upp að Súlum)  kl. 12:00 og kl. 12:30.

3.    Lagt verður af stað frá Kjarnaskógi kl. 11:30 (189 nemendur + 20-25 fullorðnir)

 Þegar komið er í skóla aftur  verður matur í matsal og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund.Skólabíll fer frá skólanum kl. 12:45 þennan dag.

 

Útbúnaður:

Bakpoki (með nesti og aukafötum)

Mælt með að vera í:

Góðum skóm (helst gönguskóm eða einhverjum vatnsheldum)

Hlífðarbuxum

Góðum og hlýjum buxum

Flís/ullarpeysu

Vindheldum jakka/úlpu

Húfu/buff

Vettlingar

Nesti:  Gott og orkumikið nesti, hafa nóg að drekka.

                                                                                  Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla