Útileikir og vorgrill

Það er líf og fjör á skólalóðinni í dag. Nemendur fara í útileiki á 15 stöðvum þar sem m.a. er farið í Gulur, rauður, grænn og blár, fótbolta, kasta hringjum, stoppdans, limbó, kött og mús, snú-snú, baunapokahlaup, stinger (körfubolta), strút (eltingaleik), teygjutvist (teygjó), verpa eggjum, stórfiskaleik, skotbolta (sinalkó) og dimma-limm. Að lokum er endað í grillveislu í portinu fyrir fram aðalinngang skólans. Um leið og nemendur taka virkan þátt í leikjunum safna þau fyrir UNICEF sem vinnur að því að gefa börnum annars staðar í heiminum framtíðarvon. Nemendur hafa fengið fræðslu um verkefnið og eru hvött til virkrar þátttöku á stöðvunum til að safna sem mestu. Að lokum fara nemendur í grillveislu í portinu fyrir framan skólann. Móttaka gesta: Í grillinu taka 4. bekkingar á móti verðandi 1. bekkingum næsta haust, gefa þeim bol og bjóða þeim í grillveislu. Þessir árgangar verða síðan vinaárgangar á næsta skólaári. Hér má nálgast myndir frá þessum skemmtilega degi.