Í dag, 28. apríl var haldin upplestrarhátíð hjá 4. bekk. Lesin voru ljóð, bæði einslega og með kórlestri. Nemendur hófu hátíðina með söng og tónlistaratriðum. Í lokin var svo boðið upp á hressingu og sýningu á myndverkum sem nemendur höfðu unnið í tengslum við textana sem voru fluttir. Nemendur stóðu sig frábærlega enda hafa þeir æft sig vel í allan vetur en það gera þeir m.a. með yndislestri sem er á hverjum degi og með PALS þjálfun.
Takk fyrir skemmtunina krakkar!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is