Í morgun héldum við í Brekkuskóla undankeppni fyrir Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri sem verður haldin fimmtudaginn 18. mars.
Bæði nemendur og kennarar hafa lagt mikla vinnu við að undirbúa sig fyrir hátíðina en upphafsdagur hennar var á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Á þessu tímabili hefur verið lögð sérstök áhersla á upplestur, vandaðan framburð, túlkun og framkomu. Á myndinni sem fylgir fréttinni eru þau Inga Karen Björgvinsdóttir og Valur Darri Ásgrímsson sem verða fulltrúar Brekkuskóla í aðalkeppninni. Það var mjög ánægjulegt hve margir nemendur stigu fram og lásu upp fyrir framan áhorfendur í sal. Allir nemendur í 7. bekk fengu afhend viðurkenningarskjöl fyrir að hafa lagt sig fram í lestrinum.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is