Nemendur í Brekkuskóla á Akureyri hirtu öll verðlaunasætin í unglingaflokki Siljunnar, árlegri myndbandakeppni Barnabókaseturs Ísland en keppnin er opin nemendum í öllum skólum landsins.
Keppnin gengur út á það að búa til að hámarki þriggja mínútna langt myndband sem fjallar um um barna- eða unglingabók sem gefin hefur verið út á íslensku síðastliðin tvö ár. Keppt er í tveimur flokkum 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Alls bárust 22 myndbönd í keppnina í ár og áttu nemendur í Brekkuskóla öll þrjú vinningsmyndböndin í unglingaflokknum.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is