Nemendur leystu þrautir á 16 stöðvum
Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á
16 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 405.894 kr. sem
lagðar voru inn á reikning Unicef. Þá er ótalin sú upphæð sem lögð var beint inn á reikninginn hjá Unicef og við eigum eftir
að fá nánari upplýsingar um.
Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið og stuðla að samkennd meðal
nemenda um stríðshrjáð börn. Þeir sem vilja leggja málefninu frekari lið geta lagt inn á reikning Unicef kt.481203-2950 reikn. 701-26-102010.
Munið að setja "Brekkuskóli" sem skýringu á greiðslunni.