Umsókn um skólavist

Frá heimsókn 5 að verða 6 ára nemenda  í Brekkuskóla
Frá heimsókn 5 að verða 6 ára nemenda í Brekkuskóla
Innritun stendur yfir fyrir nemendur sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013. Umsóknareyðublöð. Innritaðir nemendur fá tækifæri til að koma í skólaheimsókn í skólann í nokkur skipti. Ein heimsókn er afstaðin og sú næsta verður 18. og 20. mars næstkomandi. Þá velja foreldrar að koma með nemendur annan hvorn þann dag kl. 10:30 - 12:10. Nemendur fá að vera með í kennslustund 1. árgangs og enda síðan kennslustundina á að fara með þeim í mat í matsal skólans. Foreldrar eru hvattir til að kynna skólalóðina fyrir væntanlegum nemendum í þessum heimsóknum. Þriðja heimsókn verður síðan 15. apríl og þá mæta allir í Íþróttahúsið við Laugargötu. Þar fá þau kynningu á búningsklefa og fá að spreyta sig í einum íþróttatíma með íþróttakennurum.

Foreldrar fylgja væntanlegum nemendum í þessar heimsóknir.
Leikskólakennarar á Hólmasól fylgja nemendum þaðan en Hólmasól er samstarfsleikskóli Brekkuskóla.

Boðið verður jafnframt upp á vorskóla þann 6. og 7. maí fyrir innritaða nemendur.

Sjáumst í skólanum!
Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri