Sólmyrkvaskoðun

Mikil spenna lá í loftinu þegar sólmyrkvinn var skoðaður af nemendum og starfsfólki. Sólmyrkvinn stóð yfir í um 2 klukkustundir og sást hann afar greinilega. Nemendur og starfsfólk höfðu fengið sólmyrkvagleraugu að gjöf til að geta fylgst með þessu náttúruundri en mjög mikilvægt er að nota hlífðargleraugu þegar horft er á þessa undraverðu sýningu. Stjörnuskoðurnarfélagi Seltjarnaness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá eru færðar bestu þakkir fyrir að gera okkur þetta kleift. Fróðleikur af vef nams.is Myndir frá sólmyrkvaskoðun í Brekkuskóla