Smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk

Í tilefni af 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar var efnt til smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk í samstarfi Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar við grunnskóla Akureyrar. Þema keppninnar var Framtíðarsýn-Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur bókarverðlaun og þann heiður að hringja Íslandsklukkunni þann 1. desember. Annað sætið hlaut Sigurlaug Birta í Brekkuskóla. Sagan hennar þykir frumleg en um teiknimyndasögu er að ræða. Myndirnar eru vandaðar og tengingar milli myndaramma góðar. Ákveðin framtíðarsýn kemur myndrænt fram og  allur frágangur góður. Þriðja sætið hlaut  Ari Orrason í Brekkuskóla. Sagan hans er vel upp byggð með góðum myndlíkingum. Söguþráður er frumlegur og fyndinn. Fyrsta sæti fór í Glerárskóla en það var Viðar Guðbjörn Jóhannsson sem skrifaði þá sögu.