Brekkuskóli hefur verið skóli á grænni grein frá skólaárinu 2018-2019. Skóli á grænni grein er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi, oft kallað Grænfánaverkefnið. Brekkuskóli hefur verið að vinna að því að stíga skrefin sjö sem þarf til að geta fengið vottun með Grænfánanum.
Víða sjást breytingar í skólanum og hefur flokkun aukist til muna frá því sem áður var. Búið er að vinna umhverfissáttmála upp úr tillögum frá öllum árgöngum. Haldnir hafa verið þemadagar um umhverfismál og Heimsmarkmið. Á hverju ári eru unnin verkefni sem bera heitin Náttúrfræðingur Brekkuskóla og Farfuglaverkefni en í því fylgjast nemendur með komu vorboðanna.
Farið var í skipulega hreinsun á skólalóð í haust og nemendur í nokkrum árgöngum rækta matjurtir í stofum sínum ásamt því að 2. bekkur setur niður kartöflur að vori sem eru teknar upp að hausti í 3. bekk. Brekkuskóli hefur um langt skeið tekið þátt í átakinu Göngum í skólann og lengi hefur verið unnið með endurnýtanleg efni í smíða- og textílkennslu.
Einnig má geta þess að starfsfólk hefur sótt fræðslufundi sem tengjast verkefninu. Við gætum talið upp fleiri atriði en það sem skiptir mestu máli er að nemendur og starfsfólk Brekkuskóla er farið að tileinka sér æ meir umhverfisvæna hætti og hugsun og við stefnum á að flagga Grænfánanum í vor.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is