Skólaval - Innritun í grunnskóla

Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Á þessari síðu er að finna stutt ágrip um starfsemi leik og grunnskóla í bænum sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér áður en þeir leggja inn umsóknir um skóla fyrir börn sín. Grunnskólarnir eru ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla og er þá miðað við gömlu skólahverfin. Nemendur til heimilis í Innbæ og Teigahverfi geta litið á Naustaskóla sem sinn hverfisskóla (Sótt af vef skóladeildar Akureyrarbæjar 2. mars 2015). Innritun í grunnskóla.