Skólaþing var haldið 17. maí í Brekkuskóla þar sem umfjöllunarefnið var nemendalýðræði, líðan, nám og samskipti í skólanum. Fulltrúar nemenda sátu þingið ásamt fulltrúum foreldra, starfsfólks og grenndarsamfélagsins. Í lok þingsins var farið yfir svör hópanna og má segja að nemendur kalli eftir að geta haft meiri áhrif hvað varðar námið, þeir hafa skýra sýn hvað varðar samskipti og líðan og kom m.a. fram ósk um reglulega bekkjarfundi í öllum árgöngum. Þingið var gagnlegt og verður unnið með niðurstöður þess á þessu og næsta skólaári. Hér má sjá myndir frá þinginu.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is