Skólaslit

Í dag, mánudag 8. júní eiga nemendur að mæta í stofur til umsjónarkennara samkvæmt neðangreindu skipulagi. Þau koma síðan á sal 45 mín. seinna. Þar mun skólastjóri segja nokkur orð og slíta skóla. Að lokum syngjum við okkur út í sumarið með tónlistarkennaranum Sigríði Huldu Arnardóttur. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir bæði í stofur til kennara og á sal. Nemendur mæta samkvæmt eftirfarandi tímasetningum: Kl. 9  mætir 5., 6. og 7. árgangur kl. 10 mætir  8. og 9. árgangur Kl. 11 mætir  3. og 4. árgangur Kl. 12 mætir 1. og 2. árgangur Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkja hefst á sal skólans kl.15:30 og eru foreldrar, forráðamenn og velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.