Skólaskákmót Brekkuskóla - fyrir nemendur í 5-7. bekk var haldið þann 9. og 10. desember. Alls skráðu sig 27 keppendur til leiks. Fyrri daginn voru tefldar fjórar umferðir og svo þrjár umferðir til úrslita seinni daginn, en þá tefldu aðeins þeir keppendur sem höfðu náð a.m.k. tveimur vinningum fyrri daginn. Það voru því 18 keppendur sem tefldu til úrslita um þá meistaratitla sem í boði voru.
Lok mótsins voru nokkuð dramatísk. Tobias Þórarinn Matharel úr sjöunda bekk, sem þótti sigurstranglegur fyrir mótið, vann sex fyrstu skákir sínar, en beið lægri hlut í lokaumferðinni fyrir Fannari Bjarka Ólasyni úr sjötta bekk. Við það náði æfingarfélagi Tobiasar, Brimir Skírnisson honum að vinningum. Þeir tefldu því úrslitaskák um sigurinn á mótinu og lauk henni með sigri Brimis, sem því er skákmeistari Brekkuskóla í ár. Á síðu Skákfélags Akureyrar má sjá nánari upplýsingar um úrslitin.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is